Ljóðakvöld á Bókasafninu
Þriðjudaginn 8. apríl n.k. kl. 20.00 verður haldið ljóðakvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar, svo kallað Erlingsvöld. Hér er um að ræða sérstaka bókmenntavöku sem kennd er við listamanninn Erling Jónsson, en hann hefur ávallt sýnt Bókasafni Reykjanesbæjar mikinn sóma. Erlingur er jafnframt listamaður aprílmánaðar og mun koma og kynna verk sitt sem verður Mynd mánaðarins þennan mánuð.Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld er sérstakur gestur kvöldsins og mun lesa úr ljóðum sínum og Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindi um skáldkonuna og ljóðlist hennar, en Ingibjörg hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin ársins 2002. Sigurvegarar úr lestrarkeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ munu einnig lesa sjálfvalin ljóð eftir ýmsa höfunda. Um tónlistina sjá nemendur úr söngdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Umsjón með þessu kvöldi er í höndum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar. Allir eru velkomnir og boðið er uppá kaffi.
Menningarfulltrúi.
Menningarfulltrúi.