Ljóð unga fólksins
Ljóðasamkeppnin „Ljóð unga fólksins“ er nú haldin í fjórða sinn og geta grunnskólanemendur á aldrinum 9 - 16 ára tekið þátt. Framkvæmdin er í höndum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum en síðasti skilafrestur er 10. október. Hægt er að senda allt að 3 ljóð í keppnina og er yrkisefni frjálst. Ljóðunum verður að fylgja nafn, heimilisfang, aldur og símanúmer. Hin ungu skáld geta snúið sér til næsta skólabókasafns eða komið með verkin á Bókasafn Reykjanesbæjar. Einnig gefst þeim kostur á að senda þau í tölvupósti á netfangið [email protected]
Verðlaunaafhending fer fram á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem jafnframt er síðasti dagur norrænu bókasafnavikunnar, segir á vef Reykjanesbæjar.