Litskrúðugt hlaup í sumarblíðunni
Það var heldur betur litskrúðugt litahlaupið sem haldið var í Reykjanesbæ í dag í tilefni af 30 ára afmæli bæjarins.
Heilu fjölskyldurnar mættu við íþróttahúsið við Sunnubraut þar sem hlaupið var ræst. Þaðan var svo hlaupinn 1500 metra hringur um bæinn og voru litastöðvar með reglulegu millibili.
Þegar hlauparar komu í mark voru þeir orðnir mjög svo litskrúðugir.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í hlaupinu.