Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ í þessari viku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 09:32

Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ í þessari viku

Stendur út vikuna. Fjölbreytt dagskrá með hliðsjón af faraldri

Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ verður haldin 23.-29. ágúst. Hátíðarhöld verða í hóflegum stíl vegna heimsfaraldurs en þó verður margt í boði að sögn Bergnýjar Jónu Sævarsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Meðal skemmtiatriða verða bílabíó, sjósund, jazztónleikar og pubquiz miðvikudag og fimmtudag. Á föstudag er hattadagur og allir bæjarbúar hvattir til að setja upp hatt, Latibær kemur í heimsókn í leikskólana og Suðurnesjamót í knattspyrnu 8. Flokks verður á Nesfiskvellinum og þá verður listsýning Döllu og Braga Einarssonar föstudag til sunnudags. Golfmót og knattspyrnuleikir og dorgveiði auk leikhópsins Lottu og fleiri atriði má nefna. Kvöldskemmtun verður streymt til íbúa og viðburður til að setja inn óskalög. Þá verða bæjarbúar hvattir til að baka vöfflur á sunnudag. Frítt verður inn á öll söfn og dagskránni lýkur með því að Götubita við Sandgerðisskóla kl. 16 til 20. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari lýsing á dagskrá má sjá á Facebooksíðu Suðurnesjabæjar og heimasíðu Suðurnesjabæjar.