Lítill „Geysir“ í Garðinum
Niðurföll hafa varla undan regninu þessa dagana.
„Það er ekki á hverjum degi sem niðurföllin hafa ekki undan regninu,“ segir Einar Bragi Bragason við skemmtilega mynd sem hann setti á Facebook. Myndina tók hann í Garðinum í gær og eins og sjá má gýs vatnið upp úr niðufallinu.
Mikið hefur rignt víða um land undanfarna daga og skv. veðurspá á veður.is mun þó létta til hér suðvestanlands á föstudag .