Litagleði á Bæjarhátíð í Suðurnesjabæ
Litahlaup Suðurnesjabæjar var haldið hátíðlegt í gær, 24. ágúst, þar sem nemendur Sandgerðisskóla og Gerðaskóla hlupu innanbæjar um 3 kílómetra í mikilli litadýrð.
Þá sáu starfsmenn skólans um að hvetja nemendur áfram og dreifa litum. Hlaupið snerist ekki aðeins um að hlaupa skráða vegalengd, það snerist einnig um að hafa gaman og má með sanni segja að því markmiði hafi verið náð.
BMX Brós komu einnig við og sýndu nemendum Gerðaskóla kúnstir sínar á hjólum í rjómablíðu við góðar viðtökur nemenda. Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá hér að neðan.
Smelltu hér til að sjá myndir frá Sandgerðisskóla
Smelltu hér til að sjá myndir frá Gerðaskóla