Litadýrð í hverfagöngu Fjölskyldudaga
Það var mikið um litadýrð í Vogum í kvöld þegar bæjarbúar og gestir gengu svokallaða hverfagöngu í tilefni Fjölskyldudaga. Fjölskyldudagar hafa verið haldnir hátíðlegir síðastliðna viku í Vogum og eftir viðburðaríkan dag var gengið í átt að Aragerði þar sem við tóku hinar ýmsu keppnir á milli hverfa, tónlistaratriði og flugeldasýning. Íbúar Voga voru klæddir litum síns hverfis, ýmist í gulan, rauðan eða grænan.
Fjölskyldudagar voru nú haldnir í 23. skipti og voru þeir stútfullir af skemmtilegri fjölskyldudagskrá sem heldur áfram á morgun, sunnudag. Dagskrána má nálgast hér.
Sólborg Guðbrandsdóttir smellti af meðfylgjandi myndum í Vogum.