Listir og skapandi starf á þemadögum í Heiðarskóla
Þann 18. - 21. nóvember eru þemadagar í Heiðarskóla. Þemadagarnir voru skipulagðir þannig að nemendur máttu velja á milli smiðja. Í boði var m.a. konfektgerð, sushi, glíma, kortagerð, leiklist, dans og kertagerð.
Mikið er lagt í þessa þemadaga og er ástæðan sú að skólinn er nú á sínu tíunda
starfsári og var ákveðið að halda upp á það með þessum hætti. Á meðan á þemadögunum stendur er starfandi fjölmiðlahópur. Fjölmiðlahópurinn fer í allar smiðjur tekur viðtöl og myndir . Öllum nemendum og starfsmönnum skólans fannst þemadagarnir hafa tekist mjög vel. Þetta væru skemmtilegir
dagar, fjölbreyttir og góð tilbreyting frá hefðbundnum dögum. Bæði nemendur og starfsmenn fá að prófa ýmislegt sem þeir hafa ekki gert áður og hafa gaman af.
Á föstudaginn er svo opinn dagur þar sem bæjarbúum er boðið í skólann. Þennan dag verður stórt skólalistaverk afhjúpað en það hafa allir nemendur og starfsmenn skólans unnið. Einnig verður dagskrá í íþróttahúsinu kl. 10 þar sem nemendur koma fram. Gestum gefst svo kostur á að kaupa sér grjónagraut í hádeginu og borða í skólanum.
Allar nánari upplýsingar er finna á heimasíðu skólans www. heidarskoli.is
Fréttina skrifuðu:
Andri, Halldór, Guðni og Haraldur, nemendur í 10. bekk.
(Víkurfréttir hvetja aðra skóla sem eru með þemadaga eða annað skemmtilegt í gangi að senda okkur myndir og texta.)
Meðfylgjandi eru myndir úr glímu, street dansi og leikhúsförðun.