Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listaverk úr sultum og marmelaði
Sunnudagur 15. ágúst 2010 kl. 12:16

Listaverk úr sultum og marmelaði

Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er íbúum Reykjanesbæjar vel kunnur af athafnasemi í lista-og menningarlífi bæjarins. Hann er nú búsettur í Noregi, samur við sig í listinni og skortir hvergi hugmyndir.
Guðmundur undirbýr nú opnun all sérstakrar sýningar í Molde rétt áður en hann opnar sýningu hér heima á Ljósanótt.
Sýningin í Molde  ber heitið Jamm namm namm en öll verkin eru unnin með mismunandi marmelaði og sultum. Einnig ætlar Guðmundur að flytja gjörningaverkið „Bláberjamaðurinn” þar sem hann makar sjálfan sig bláberjamauki og verður þar með eitt verkið á þessari sérstæðu sýningu.
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Guðmundi Rúnari er margt til lista lagt en samhliða myndlistinni hefur hann látið til sín taka á tónlistarsviðinu.