Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listatorg Sandgerðisbæ: Furðudýr til sýnis!
Föstudagur 27. maí 2011 kl. 13:38

Listatorg Sandgerðisbæ: Furðudýr til sýnis!

Undirbúningur stendur yfir hjá félagsmönnum Listatorgs vegna Sjómannadagshelgarinnar en þá verður blásið til heilmikillar veislu til heiðurs sjómönnum, sjónum og sjávarfangi, á hátíð sem kallast SJÁVARROKK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Gallerý handverksfólks í Listatorgi hefur farið í gegnum andlitslyftingu undanfarið og mun einnig opna eftir breytingar þessa helgi, með fullt af fallegu íslensku handverki.


Dagskráin verður mjög fjölbreytt þessa fyrstu helgi í júní en fyrst má nefna opnun listsýningar Fríðu Rögnvaldsdóttur, listakonu úr Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júní, í sal Listatorgs.
Fræðasetrið í Sandgerði verður með opið upp á gátt þessa helgi en þar má meðal annars finna alls konar furðudýr og smáskrímsli úr sjónum. Á planinu úti við Listatorg verða kör frá Fræðasetrinu með lifandi fiskum og furðudýrum úr sjónum. Mjög spennandi sýning fyrir alla aldurshópa.


Veitingahúsið Vitinn mun afhúpa sjávarréttamatseðil sinn þessa helgi en í sumar er ráðgert að bjóða þar upp á ljúffenga fisk- og sjávarrétti. Forsmekkurinn að glæsilegu veitingasumri hefst þessa helgi hjá þeim hjónum Brynhildi og Stefáni.


Vitinn býður gestum einnig upp á girnilegt kaffihlaðborð, bæði laugardag og sunnudag á sanngjörnu verði þessa helgi.


SJÁVARROKK verður sem sagt hátíðarskemmtun fyrir alla landsmenn, frá klukkan 13:00 til 17:00 á Sjómannadagshelgi í Sandgerðisbæ. Mætið snemma og eigið góðan dag í fersku sjávarlofti!