Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listasýning opnuð í Suðsuðvestur
Sunnudagur 15. maí 2005 kl. 17:32

Listasýning opnuð í Suðsuðvestur

Sýning Önnu Hallin „Lending“ var opnuð í dag í sýningarrýminu Suðsuðvestur á Hafnargötu 22.

Á sýningunni eru ný verk þar á meðal teikningar, skúlptúrar, teiknimynd og vídeóauga. Kveikjan að myndverkaröðinni eru hugmyndir um snertifleti drauma, um þyngdarleysi. Í skúmaskotum heimila og opinbera staða býr hið undirmeðvitaða.  Hvar geymum við minningar og drauma og í hvaða herbergi komum við þeim fyrir? Í kjallaranum, upp á háalofti, í klæðaskápnum eða fram á gangi?

Suðsuðvestur er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16 – 18:00 og um helgar frá 14 – 17:00.

Myndin: Anna Hallin við nokkur af sínum verkum VF-mynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024