Listasýning barna úr Grunnskólanum í Sandgerði í Listatorgi
Líkt og á sumardaginn fyrsta í fyrra ætla nemendur úr Grunnskólanum í Sandgerði að sýna ýmis verk sín í Listatorgi.  Nemendur velja sjálfir hvaða verk þeir vilja sýna en einnig verða sýnd verk nemenda úr 5.-7. bekk frá Vindahátíðinni á Reykjanesi.  
Kl. 14.00 ætla Alexandra Ýr og Sunneva að spila tvö lög á þverflautur.  Í framhaldi af því ætla stelpurnar úr dans- og leiklistarhópnum að sýna dans úr söngleiknum Chicago.  
Sýningin verður í gangi frá 23. -  27. apríl og er opið alla daga milli 13.00-17.00.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Kveðja 
Nemendur úr Grunnskólanum í Sandgerði






 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				