Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Listaskólinn - Loksins með vetrarstarf
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 13:47

Listaskólinn - Loksins með vetrarstarf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Listaskólinn sem staðið hefur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn frá árinu 2004 býður nú loks upp á vetrarnámskeið. Að þessu sinni verður boðið upp á 8 vikna myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára (5. – 7. bekkur) og leirlistarnámskeið fyrir 13 – 15 ára (8. – 10. bekkur).

Það hefur ætíð verið stefna skólans að bjóða upp á fagmenntaða leiðbeinendur og á því verður engin breyting. Um myndlistarnámskeiðið sér Inga Þórey Jóhannsdóttir, myndlistarmaður. Inga Þórey hefur sinnt myndlistarkennslu, á sæti í Listráði Reykjanesbæjar og hefur umsjón með sýningarrýminu Suðsuðvestur. Um leirlistina sér Rut Ingólfsdóttir keramiker sem einnig kenndi við Listaskólann í sumar við góðan orðstír.

Þátttökugjald á hvort námskeið er kr. 18.000.- og innifalið í því er allur efniskostnaður. Foreldrar geta nýtt hvatagreiðslur Reykjanesbæjar til niðurgreiðslu á námskeiðinu.

Skráning á námskeiðin fer fram á netfangið [email protected] eða í síma 898-1202. Fram þarf að koma nafn barns og kennitala, nafn og kennitala aðstandanda, heimilisfang og símanúmer (heima og gsm). Þátttakendafjöldi á hvort námskeið verður takmarkaður svo að hver og einn fái notið sín og fái góða leiðsögn.

Strætó ekur frá Reykjaneshöll kl. 15:00 fyrir nemendur á Vallarheiði.

Allar nánari upplýsingar og námskeiðslýsingar má finna á upplýsingavef eða í ofangreindu netfangi eða símanúmeri.