Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listasafni Reykjanesbæjar hrósað
Fimmtudagur 15. maí 2003 kl. 22:56

Listasafni Reykjanesbæjar hrósað

Listasafn Reykjanesbæjar fær jákvæða umfjöllun í lesbók Morgunblaðsins þann 10. maí sl. en þar segir m.a. að það sé til fyrirmyndar hvernig staðið hefur verið að sýningunum þremur sem hafa verið í nýjum salarkynnum safnsins."Listamönnum er boðið að sýna og að auki er gefinn út 32 síðna bæklingur með litmyndum í staðlaðri stærð. Aðeins Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Akureyrar hafa haft þennan háttinn á og er framtakið því bænum til mikils sóma".

Jafnframt segir að með markvissu og metnaðarfullu sýningahaldi muni listunnendur sækja sýningar í nálægum sveitarfélögum utan Reykjavíkur þ.m.t. í Reykjanesbæ. Hljóti það að vera eitt af markmiðum bæjarfélags að fá fólk til að heimsækja bæinn og sé ein leiðin til þess að leggja pening í myndlistarstarfsemina.

Sýning Listasafns Reykjanesbæjar á verkum Sigubjörns Jónssonar stendur til 24. maí n.k.

Vefur Reykjanesbæjar greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024