Listasafn Reykjanesbæjar: Sigtryggur Bjarni spjallar við gesti n.k. sunnudag
Nú fer að líða að lokum einkasýningar Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á Listasafni Reykjanesbæjar en henni lýkur sunnudaginn 3. desember n.k.
Sýningin ber heitið Sog og eru verkin ný málverk unnin með olíu á striga og rýmisverk þar sem listamaðurinn gerir straumvatn að viðfangsefni sínu..
Sigtryggur Bjarni spjallar við gesti sunnudaginn 3. desember kl. 14.00 og eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Meðal verkefna listasafnsins í desember er sýining á nokkrum verkum úr safneign Listasafnsins í Listasalnum í Duushúsum. Þar má m.a. sjá verk eftir Guðrúnu Einarsdóttur, Ingu Þóreyju Jóhannesdóttur, Írisi Eggertsdóttur og Sossu.
VF-mynd/elg
Af vef Reykjanesbæjar