Listamannaspjall í SSV
Sunnudaginn 14 mars kl.16:00 ætlar Jeannette Castioni að vera með listamannaspjall á sýningu sinni; „How alike do we have to be to be similar“ sem opnuð var í sýningarýminu Suðsuðvestur 20 febrúar s.l.
Á sýningunni er myndbandsinnsetning þar sem tungumál, tjáning þess og samskipti eru í fyrirrúmi.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari uppl.fást í síma; 662 8785 (Inga Þórey)