Listamaður safnar ryki í Vogum
Ellakajsa Nordström er sænskur listamaður sem dvelur nú um stundir í gestavinnustofu Sveitarfélagsins Voga og vinnur að listsköpun í Hlöðunni.
Verkefni hennar snýst um að safna ryki og öðru sem safnast á gólfi til þess að kanna þær minningar og sögur sem þess konar leifar hafa að geyma.
Hún hyggst setja saman sýningu úr þessum óvenjulega efnivið í Hlöðunni Egilsgötu 8 Vogum.
Ella er að safna ryki hvaðanæva úr Vogunum. Hún væri afar þakklát ef Vogabúar myndu gefa henni ryk, og verða á þann hátt hluti af sýningunni.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eða fræðast nánar um verkefnið og listsköpun Ellukajsu geta náð í hana á netfangið [email protected]. Áhugasömum er einnig bent á að Ellakajsa er fús að taka á móti gestum í Hlöðunni Egilsgötu 8.
Hér má sjá fyrri verk hennar: http://Ellakajsanordstrom.blogspot.com/