Listahátíð Vesturbergs á morgun
Á morgun verður listahátíð leikskólans Vesturbergs haldin hátíðleg í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus húsum.
Einnig verður fagnað útskrift elstu nemanna sem munu halda áfram menntaveginn næsta haust.
Börnin sýna ýmsa listmuni í Listasalnum, en þeir eru til sölu og mun söluandvirðið renna til UNICEF á Íslandi og til barna sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna styrkir í Afríku.
Hátíðin hefst kl. 10.30 og verður þar m.a. að sjá uppfærslu barnanna á Litlu lirfunni ljótu eftir Friðrik Erlingsson.
Einnig verður fagnað útskrift elstu nemanna sem munu halda áfram menntaveginn næsta haust.
Börnin sýna ýmsa listmuni í Listasalnum, en þeir eru til sölu og mun söluandvirðið renna til UNICEF á Íslandi og til barna sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna styrkir í Afríku.
Hátíðin hefst kl. 10.30 og verður þar m.a. að sjá uppfærslu barnanna á Litlu lirfunni ljótu eftir Friðrik Erlingsson.