Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listahátíð barna lýkur á sunnudag
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 16:28

Listahátíð barna lýkur á sunnudag

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýningar leikskólanna, grunnskólanna og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Duus Safnahúsum en sýningunum lýkur á sunnudag. 
 
Yfirskrift þeirra er „Börn um víða veröld“ og var athyglinni beint að því sem börn um allan heim eiga sameiginlegt í stað þess sem greinir þau að. Leikskólabörnin unnu út frá því að öll börn þarfnast heimilis af einhverju tagi og þau bjuggu því til alls kyns hús sem saman mynda heimsþorpið í Listasal. 
 
Grunnskólabörn unnu með viðfangsefnið  á fjölbreyttan hátt en nemendur 4. Bekkja unnu hjörtu því auk húsaskjóls þarfnast öll börn ástar og umhyggju. Sýningarnar eru hinar glæsilegustu og ætti enginn að láta þær framhjá sér fara. 
 
Bíósal er einnig boðið upp á Heimssmiðju þar sem börn geta merkt ferðalög sín inn á stóran hnött og að auki búið til sérstakt vegabréf sem verða bundin inn í bók sem heimild.
 
Sýningarnar eru opnar frá kl 12-17 og þeim lýkur á sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024