List leikskólabarna
Nú stendur yfir sýning á verkum leikskólabarna á Heiðarseli á Bókasafni Reykjanesbæjar. Heiðarsel er fimmti leikskólinn sem sýnir á safninu í sumar en leikskólarnir Hjallatún og Tjarnarsel eru eftir.Undanfarin sumur hefur list leikskólabarna í Reykjanesbæjar verið til sýnis á bókasafninu. Hugmyndin er að gera verk barnanna sýnileg fyrir bæjarbúum en mikið og gott lista- og menningarstarf fer fram í leikskólunum. Það er ekki síður hvatning fyrir börnin að fá að sýna sköpunarverk sín opinberlega.
Út þessa viku er sýning á verkum barnanna á Heiðarseli en 18. ágúst verða hengd upp verk Hjallatúnsbarna. Tjarnarnsel á síðustu sýningu þessa sumars og verður henni komið fyrir á veggjum safnsins að lokinni ljósanótt, 8. september. Hver sýning stendur í 2 vikur.
Út þessa viku er sýning á verkum barnanna á Heiðarseli en 18. ágúst verða hengd upp verk Hjallatúnsbarna. Tjarnarnsel á síðustu sýningu þessa sumars og verður henni komið fyrir á veggjum safnsins að lokinni ljósanótt, 8. september. Hver sýning stendur í 2 vikur.