Lions styrkir NES
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum tóku sig saman nýlega og ákváðu að styrkja NES, Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum um tæp 500.000 til kaupa á 6 boccia settum. NES hefur á að skipa fjölmörgum iðkendum sem hafa hlotið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir árangur sinn í íþróttinni.
Í tilefni af þessu samkomulagi komu klúbbarnir átta saman í dag ásamt félögum úr NES og héldu bocciamót í íþróttasal Heiðarskóla.
Tveir Lionsfélagar og einn liðsstjóri úr NES voru saman í liði og var hverjum klúbb skipt í eldri og yngri. Nutu þar Lionsliðar kunnáttu NES-ara sem sögðu sínu fólki til.
Í kvennaflokki sigraði lið Æsa yngri Lionsklúbb Garðs í úrslitum og í karlaflokki höfðu eldri félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur sigur, einnig gegn Lionsklúbbnum í Garði. Úrlsitin sjálf skiptu annars litlu máli heldur var aðalmarkmiðið að skemmta sér saman í góðra vina hópi.
Nýji bocciabúnaðurinn verður svo afhentur á næstunni.
VF-myndir/Þorgils