Lionessur styrkja orgelsjóð
Lionessuklúbbur Keflavíkur kom færandi hendi í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Lionessur úr Keflavík hafa í aðdraganda jóla útbúið jólakransa með sælgætismolum sem svo hafa verið seldir til fjáröflunar fyrir góð málefni.
Í ár hafa þrjú málefni þegar hlotið myndarlegan stuðning Lionessuklúbbs Keflavíkur en annað þeirra er einmitt orgelsjóður Keflavíkurkirkju, sem fékk 200.000 króna styrk.
Á meðfylgjandi mynd eru þær Þórunn Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, Eydís Eyjólfsdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Jóhanna Júlíusdóttir frá Lionessuklúbbi Keflavíkur við orgelið í Keflavíkurkirkju sem brátt verður endurbætt og öðlast nýtt líf.