Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Linuskautar.is veita verðlaun fyrir innanhúshokký í Saltfisksetrinu
Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 14:34

Linuskautar.is veita verðlaun fyrir innanhúshokký í Saltfisksetrinu

Það er nokkuð ljóst að Grindavík hefur mikin efnivið í góða hokkíspilara framtíðarinnar. Alls mættu 12 lið til keppni í dag þegar Línuskautar.is mættu á svæðið með kylfur, skauta, bolta og mörk með það að markmiði að starta góðu streehokkí móti. Spilað var innanhús í íþróttahúsinu í Grindavík. Spilaðir voru stuttir leikir eða 2 X 5 mínútur. Mótið gekk vel fyrir sig og fengu allir að spila minnst 2 leiki. Þónokkuð var um að stelpur spiluðu með liðum. Eitt stelpnalið var engin eftirbátur strákanna, sem voru nánast spilaðir upp úr skautunum, og náðu þær fínum árangri á mótinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024