Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Línuskautafjör í sumar
Þriðjudagur 30. júní 2009 kl. 08:48

Línuskautafjör í sumar

Línuskautar hafa rutt sér sífellt meira til rúms síðustu árin og í júlí fá íbúar Suðurnesja tækifæri til að kynna sér þessa skemmtilegu íþróttagrein enn frekar.

Fyrirtækið línuskautar.is, sem hefur kennt Íslendingum á línuskauta í um áratug, hefur fengið aðstöðu í Tómstundahúsinu á Ásbrú og verður þar með kynningu og námskeið þrjá daga í viku í júlímánuði. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga geta áhugasamir sótt námskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði línuskautaiðkunar og ekki síst línuskautahokkís (eða streethokkís). Hjálmar, kylfur, boltar og mörk eru á staðnum þannnig það eina sem þarf að hafa með sér eru línuskautarnir og góða skapið, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum línuskauta.is.

Einnig verður námskeið fyrir fullorðna, þ.e. 20 ára og eldri, alla miðvikudaga frá kl. 19-21.

Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíðunni www.linuskautar.is

VF-mynd úr safni - Ungir Grindvíkingar í Streethokkí

Bílakjarninn
Bílakjarninn