Líney fer út að borða

Líney Hauksdóttir er á leið út að borða með alla fjölskylduna í boði Securitas á Reykjanesi. Ástæðan er sú að hún tók þátt í leik sem Securitas efndi til á sýningunni Reykjanes 2009 sem stóð yfir Ljósnæturhelgina í Íþróttaakademíunni.
Hátt á fimmta hundrað sýningargesta tóku þátt í leiknum og kom nafn Líneyjar upp úr pottinum. Hún fer því út að borða með fimm manna fjölskyldu sína á Thai Keflavík. 
---
VFmynd/elg - Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi afhenti Líney vinninginn nú í vikunni.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				