Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 10. júlí 2001 kl. 10:24

Lilja elskar sólina!

Sólin brosti framan í Suðurnesjamenn og -konurí gær. Lilja Pétursdóttir er ein þeirra sem elskar sólina og notaði því tækifærið og vann hluta heimilisverkanna utandyra. Hún færði straubrettið út á sólpall, kveikti á útvarpinu og hófst síðan handa við að strauja af heimilisfólkinu. „Ég strauja alltaf úti þegar veðrið er svona gott. Ég var að vinna alla helgina og þvotturinn náði því að hlaðast upp. Mér finnst fötin líta miklu betur út þegar þau eru straujuð“, segir Lilja þegar blaðamaður fer að dást að því hvað hún strauji rosalega mikið. Lilja er snögg til svars þegar hún er innt eftir hvað hún ætli að gera að verki loknu. „Þá ætla ég að leggjast niður hér á pallinum. Ég er búin að vinna mér það inn. Þá er sólin líka komin yfir allan pallinn og ég elska sólina.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024