Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Líflegt hatta-púttmót
Föstudagur 12. ágúst 2016 kl. 06:00

Líflegt hatta-púttmót

Það var góð stemmning meðal golfara á púttvellinum við Mánagötu í Reykjanesbæ í gær en þá var þar haldið hatta-púttmót. Þátttakendur voru með ýmis konar litrík og skrautleg höfuðföt og spiluðu saman einn hring á vellinum. Á eftir var boðið upp á kaffi, vöfflur og hjónabandssælu undir berum himni.

Hatta-púttmótið hefur verið haldið árlega um skeið og myndast alltaf létt og skemmtileg stemmning líkt og sjá má á myndunum sem teknar voru á mótinu. Þátttakan í gær var góð, líkt og undanfarin ár. Að sögn Hafsteins Guðnasonar, formanns Púttklúbbs Suðurnesja, er fjöldi eldri borgara sem reglulega stundar pútt og vill hann minna fólk á að allir eru velkomnir. Á dögunum var haldið púttmót á vegum VSFK og voru yfir sjötíu þátttakendur skráðir til leiks. Í vor tók púttklúbburinn í notkun nýja inniaðstöðu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ svo starfið verður áfram líflegt í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fimmtudaginn í næstu viku stendur mikið til hjá púttklúbbnum því þá verður haldið Íslandsmót í pútti á vellinum við Mánagötu. Mótið er á vegum Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra en Suðurnesjamenn sjá um framkvæmd þess. Keppendur verða alls staðar að af landinu, þar af hátt í fjörutíu af Suðurnesjum.

Eins og sjá má af myndunum hérna fyrir neðan var góð stemming á hatta-púttmótinu.

 

Eftir mótið í gær var boðið upp á veitingar.