LÍF OG FJÖR Í MIÐHÚSUM
Það hefur verið mikið líf og góð stemning í félagsstarfi eldri borgara í Sandgerði í vetur. Starfið fer fram í Miðhúsum undir styrkri stjórn Kolbrúnar Vídalín og henni til aðstoðar er Vilborg Knútsdóttir föndurleiðbeinandi og Gotta Sigurbjörnsdóttir.Mikil aukning hefur orðið í þátttöku undanfarna mánuði og er nú svo komið að setið er í hverju sæti í sal Miðhúsa á þriðjudögum og fimmtudögum. Starfið hefst kl. 12:30 með leikfimi sem Þórunn Magnúsdóttir íþróttakennari stýrir og síðan er föndrað og spilað fram eftir degi.