Líf og fjör á lokahófi Vinnuskólans í Grindavík
Lokahóf Vinnuskólans í Grindavík fór fram við Gula húsið, félagsheimili knattspyrnudeildar, síðasta föstudag en þar var ýmislegt til gamans gert. Vel var gert við unglingana enda hafa þeir staðið sig frábærlega vel í sumar við að fegra bæinn. Þá seldu þeir uppskeruna úr skólagörðunum og var stöðgur straumur fólks fram eftir deginum að fá sér ferskt grindvískt grænmeti.
Tvö heilgrilluð læri fóru ofan í mannskapinn sem verkstjórinn Milan Stefán Jankovic grillaði af sinni alkunnu snilld. Einhverjir vildu bara pylsur og þeim varð að ósk sinni.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri leit við í lokahófinu og heilsaði upp á krakkana og var að sjálfsögðu boðið upp á læri.
Sjá nánar: http://grindavik.is/v/4021