Heklan
Heklan

Mannlíf

Líf og fjör á degi leikskólans
Nokkrir nemendur Fjölbrautarskóla Suðurnesja kynntu sér starf leikskólans í dag og var vel tekið.
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 14:22

Líf og fjör á degi leikskólans

- Myndir frá Hjallatúni

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum um land allt í dag. Í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ var dagurinn helgaður því að hvetja karlmenn til að líta til leikskólans sem framtíðarvinnustaðar en karlar eru aðeins um 7 prósent starfsmanna leikskóla á Íslandi.
 
Það var góð stemmning í dag á leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ. Foreldrar komu í heimsókn og börnin lærðu vísindi í gegnum ýmsa leiki. Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurnesja voru boðnir sérstaklega velkomnir til að kynna sér starf leikskólans og tóku nokkrir boðinu og var tekið fagnandi.
 
 
 
 
 
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25