Líf og fjör á BAUN
Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ hófst þann 28. apríl og stóð til 8. maí. Það má með sanni segja að BAUNin hafi slegið rækilega í gegn í fyrra þegar bærinn fylltist af krökkum og foreldrum þeirra sem flökkuðu á milli staða með BAUNabréf í hönd og tóku þátt í allskonar verkefnum og söfnuðu um leið stimplum í BAUNabréfið sitt.
Meðfylgjandi myndir í myndasafninu hér að neðan voru teknar í Duus Safnahúsum þegar sýningar opnuðu þar.