Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Lið Reykjanesbæjar etur kappi við Árborg í Útsvari á laugardaginn
Fimmtudagur 17. desember 2009 kl. 08:24

Lið Reykjanesbæjar etur kappi við Árborg í Útsvari á laugardaginn


Reykjanesbær etur kappi við lið Árborgar í annari viðureign sinni í Útsvari, spurningakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag.

Liðið stóð sig frábærlega í fyrstu viðureign vetrarins þar sem það keppti við sterkt lið Norðurþings sem vann nauman sigur 90 - 87. Þar sem stigafjöldinn var með því hæsta sem um getur hjá tapliði gafst Reykjanesbæ tækifæri til þess að halda áfram í aðra umferð.

Þetta er þriðja árið í röð sem keppt er um Ómarsbjölluna, farandbikar keppnninnar, en þátturinn er á dagskrá Sjónvarpsins á laugardögum í vetur.

Lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson, Theodór Kjartansson og Hulda Guðfinna Geirsdóttir.

Reyknesingar eru hvattir til þess að mæta í sjónvarpssal og hvetja áfram sína menn. Mæting er í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1 kl. 19:45 en útsending hefst strax eftir Kastljós.
----


Mynd: Lið Reykjanesbæjar með Ljótu Hálvitunum frá Norðurþingi í fyrstu viðureigninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024