Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Library opnað með stæl
Mánudagur 27. nóvember 2017 kl. 10:23

Library opnað með stæl

Library Bistro/bar opnaði á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á dögunum. Opnun staðarins var síðan fagnað með glæsibrag þar sem fjöldi gesta mætti í opnunarhóf Library.
 
Jón Gunnar Geirdal, markaðsmaður hjá Ysland, og lífstílsmeistarinn Arnar Gauti Sverrisson hafa stýrt framkvæmdunum á veitingastaðnum en Jón Gunnar segir að staðurinn verði á pari við það allra besta sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða í upplifun á mat og drykk. 
 
Húsgögn frá Ítalíu voru flutt inn fyrir staðinn og mörg þúsund bækur frá Bókasafni Reykjanesbæjar, sem áður var til húsa á sama stað, skreyta veitingastaðinn og gefa honum huggulegan blæ. 
 
Ljósmyndari Víkurfrétta var í opnunarhófinu og smellti af meðfylgjandi myndum hér að neðan.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Opnun Library