Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Leyndarmálið“ að góðum árangri í þjálfun
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 13:04

„Leyndarmálið“ að góðum árangri í þjálfun

- í boði Íþróttaakademíunnar og Lífsstíls.

Þriðjudaginn 11. september, klukkan 20.00 bjóða Íþróttaakademían og Lífsstíll uppá ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni.

Fyrirlesturinn kallast “Leyndarmálið” að góðum árangri í þjálfun og það er Kristjana Hildur Gunnarsdóttir (Kiddý), íþróttafræðingur og einkaþjálfari í Lífsstíl, sem mun upplýsa þátttakendur um hvert það er.

Kiddý hefur aðstoðað fjölda manns við að koma sér í gott form, hvort sem um reynt íþróttafólk er að ræða eða einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Hún er full af fróðleik varðandi þjálfun og því ættu allir sem hafa áhuga á að koma sér í gott form að hafa gagn og gaman af þessum fyrirlestri.

Auk Kiddýar verða aðrir einkaþjálfarar frá Lífsstíl á staðnum sem munu gefa góð ráð og svara fyrirspurnum.

Allir sem koma á fyrirlesturinn fá vikupassa í líkamsrækt í Lífsstíl.

Skráning í síma 420-5500 eða á [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024