Léttsveitin spilar í Grikklandi í sumar
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun spila á ráðstefnu í Þessaloníku á Grikklandi í sumar en hún er fyrir skóla- og tónlistarstjórnendur víðs vegar úr heiminum og er með virtari ráðstefnum sem haldnar eru. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt atriði verður á ráðstefnunni.
Léttsveitin er skipuð 18 manns frá 16 ára aldri og eldri. Hún tók þátt í uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi, Nótunni, um síðustu helgi og var flutningur hennar einn af nokkrum sem fékk viðurkenningu.
Léttsveitin er nú að leita styrkja fyrir ferðina til Grikklands og vonast meðlimir hennar að aðilar á svæðinu taki vel á móti ósk þeirra um fjárstuðning.