Léttmessur í Útskálum og Sandgerði
Léttmessur verða sunnudaginn 15. ágúst í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 17.00 og í Útskálakirkju kl. 20.00. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving
leiða tónlist og annast messurnar ásamt sóknarpresti. Grípandi lög, hugvekja, frásagnir og bænastund. Þau hjón hafa um margra ára skeið ferðast á milli kirkna og tekið þátt í helgihaldi safnaða. Þetta er skemmtileg tilbreyting við hefðbundið helgihald. Þorvaldur er flestum að góðu kunnur enda frægur dægurlagasöngvari á sínum yngri árum.
Sóknarprestur
--
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.