Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lét húðflúra á sig merki Bjartrar framtíðar
Mánudagur 25. ágúst 2014 kl. 09:19

Lét húðflúra á sig merki Bjartrar framtíðar

Grindvíski þingmaðurinn Páll Valur er töffari

Grindvíski þinmaðurinn Páll Valur Björnsson, lét nýlega flúra á sig merki þingflokksins Bjartrar framtíðar. Páll Valur var ákveðinn í því að fá sér húðflúr þegar það varð ljóst að hann færi á þing fyrir hönd flokksins í vor.

„Allt frá því ég var kosinn á þing fyrir Bjarta framtíð var ég ákveðinn í að fá mér tattú með lógói BF — því að fyrir mér er þetta einn stærsti viðburður lífs míns,“ segir Páll Valur sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd fyrir BF. Það er Nútíminn sem greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll fékk sér flúrið góða þegar hann heimsótti börnin sín í Los Angeles en þar stunda þau nám. Tengdasonur hans þekkir mann sem rekur húðflúrstofu og fór þingmaðurinn á hina viðfrægu götu Hollywood Boulevard til þess að láta flúra sig.