Lét gamlan rallý-draum rætast
Sjötugur farþegi í bryggjurallinu
Keflavíkurbræðurnir Sigurður Arnar og Brynjar Sverrir (Team Rally Bro´s) buðum tæplega sjötugum afa sínum, Böðvari Valdemarsson að vera farþegi í bryggjurallinu svokallaða á dögunum. Þar er ekið meðfram bryggjunni í Keflavík á ógnarhraða og er leiðin afar vinæl meðal ökumanna og áhorfenda í rallýinu. Gamall draumur var þarna að rætast hjá Böðvari en hann skemmti sér konunglega eins og sjá má í myndbandi af ökuferðinni hér að neðan.