Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lét flugdrauminn rætast hjá Keili
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 10:07

Lét flugdrauminn rætast hjá Keili

– Jenný María Unnarsdóttir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta

Þegar Jenný María Unnarsdóttir talaði um að ætla að fara í flugnám voru viðbrögðin oft á þá leið að hún fengi aldrei vinnu við það, ekkert væri að gera í þessu og að námið væri rándýrt. Þegar hún var svo komin lengra í náminu varð fólk mun jákvæðara.

Sjá einnig hér: „Vildu allt fyrir mig gera“

„Ég þurfti þó alveg virkilega að sýna fram á að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði mér. Fólkið mitt hefur þó alltaf stutt mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og allir hafa sýnt mér virkilega mikinn stuðning. Kærastinn minn hefur einnig staðið við bakið á mér eins og klettur þó að hann sé ekkert tengdur fluginu, “ segir Jenný María. Faðir hennar, Unnar Stefánsson, er flugvirki og móðir hennar, María Isabel Grace Fisher, var flugfreyja hjá Icelandair í 13 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024