Lesrými í 88 Húsinu
Námsmönnum býðst nú lestraraðstaða í 88 Húsinu í Reykjanesbæ en mikil eftirspurn er eftir slíkri aðstöðu, sérstaklega nú þegar vorpróf nálgast.
Aðstaðan kemur í staðinn fyrir þá sem í boði var í Hvammi, tómstundahúsi eldri borgara en sú aðstaða hefur nú flutt sig um set til Nesvalla Þangað flytur nú Björgin sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.
Nemendur hafa jafnframt haft góða aðstöðu fyrir lesturinn í Bókasafni Reykjanesbæjar og verður svo áfram.
Nemendurnir létu vel af aðstöðunni í kjallaranum í 88 Húsinu en þeir sem hafa áhuga á að nýta sér hana geta haft samband við forstöðumann Hafþór B. Birgisson í síma 898 1394.
Af www.88.is