Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lesið fyrir starfsfólk Fiskvals
Þriðjudagur 25. maí 2004 kl. 11:21

Lesið fyrir starfsfólk Fiskvals

Halldóra Lúthersdóttir frá Olís las fyrir starfsfólk Fiskvals í lestrarátakinu sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir síðustu mánuði. Starfsfólkið hlustaði af athygli á skemmtilegan lestur Halldóru úr bókinni Austfirsk skemmtiljóð.

Þessi lestur var sá síðasti í vetur, en stefnt er að því að halda áfram þar sem frá var horfið næsta haust. Átakið hefur gengið áhemju vel og hefur verið mikil ánægja hjá öllum aðilum. Alls hafa 32 fyrirtæki tekið þátt og ekki fallið út ein einasta vika.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024