Lekur úr flaki Guðrúnar Gísladóttur
Kafari, sem fór niður að flaki Guðrúnar Gísladóttur, sem liggur á hafsbotni við Lófót í Noregi, tók myndir af flakinu og á þeim sést að leki er frá því. Þetta kemur fram á vefsvæði Morgunblaðsins.
Mbl.is hefur eftir norska ríkisútvarpinu NRK, að Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra, hafi fengið að sjá myndirnar og lýst yfir miklum áhyggjum af málinu.
Togarinn strandaði og sökk fyrir þremur árum. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að koma honum á þurrt, en án árangurs. Ákveðið var í október að aðhafast ekki meira í málinu.