Leituðu að páskaeggjum í blíðunni
Árleg páskagleði á leikskólanum Gimli.
Árleg páskagleði var haldin á vegum foreldrafélagsins í leikskólanum Gimli sl. laugardag. Börnin leituðu að fagurmáluðum páskasteinum á útisvæði leikskólans og í staðin fengu þau gómsæt páskaegg með skemmtilegum málsháttum.
Boðið var upp á veitingar sem seldar voru á vægu verði og rann ágóði sölunnar til foreldrafélagsins. Þetta var hin ánægjulegsta fjölskylduskemmtun og gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að koma, enda vor í lofti og veðurblíða.