Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Leitin að Ljósalaginu að hefjast
Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 11:46

Leitin að Ljósalaginu að hefjast


Samkeppnin um Ljósalagið 2008 verður auglýst á næstunni, en Menningarráð Reykjanesbæjar hefur falið framkvæmdastjóra að hefja undirbúning að keppninni sem fyrst.

 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Valið verður eitt lag og skal það sérstaklega samið fyrir þetta tilefni, eins og segir í fundargerð ráðsins. Þar kemur auk þess fram að ekki verður gert ráð fyrir að gefinn verði út diskur í ár en leitað annarra leiða til að koma laginu á framfæri. Lagt er til að verðlaunaupphæðin verði kr. 500.000.

VF-mynd/elg - Rúnni og Jói Helga sungu Ljósalagið í fyrra, Ó, Keflavík!, sem var æði umdeilt.

Dubliner
Dubliner