Leitin að Ljósalaginu að hefjast
Samkeppnin um Ljósalagið 2008 verður auglýst á næstunni, en Menningarráð Reykjanesbæjar hefur falið framkvæmdastjóra að hefja undirbúning að keppninni sem fyrst.
Valið verður eitt lag og skal það sérstaklega samið fyrir þetta tilefni, eins og segir í fundargerð ráðsins. Þar kemur auk þess fram að ekki verður gert ráð fyrir að gefinn verði út diskur í ár en leitað annarra leiða til að koma laginu á framfæri. Lagt er til að verðlaunaupphæðin verði kr. 500.000.
VF-mynd/elg - Rúnni og Jói Helga sungu Ljósalagið í fyrra, Ó, Keflavík!, sem var æði umdeilt.