Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leitin að Andrési á laugardaginn
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 09:39

Leitin að Andrési á laugardaginn

Laugardaginn 4. desember ætlum við að finna hann Andrés. Hvaða Andrés? Hann Andrés sem stóð utangátta í kvæðinu um jólasveinana. Í Andrews Theater á Ásbrú kl. 15 á laugardaginn 4. des. er börnum á öllum aldri boðið að koma til að leita að honum Andrési utangátta. Okkur til aðstoðar verður alls konar lið. Suma þekkið þið og aðra ekki. Í leitarhópnum eru t.d. jólasveinar, Pollapönk, krakkar og svo hinir fjörugu Konni og Rebbi. Margar óvæntar uppákomur. Þegar börnin koma í húsið taka skrýtnar verur á móti þeim en svo byrjar leitin að Andrési sem er utangátta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Getur verið að tröllin hafi stolið Andrési utangátta? Konni og Rebbi ætla að finna Andrés og fá börnin til að hjálpa sér með leik og söng. Fjölmörg stutt atriði þar sem börnin taka virkan þátt í leitinni. Byrjum klukkan 15 og hættum klukkan 16. Í framhaldinu geta svo allir farið að tendra stóra, norska jólatréð.

Skemmtunin er haldin á vegum Keilis í samstarfi við mörg fyrirtæki á Suðurnesjum. Markmiðið er að safna pening í Velferðarsjóðinn. Fyrirtæki hafa brugðist svo frábærlega við að skemmtunin er öllum börnum að kostnaðarlausu. Einstök samheldni fyrir góðan málstað. Fyrirtækin sem bjóða börnunum á þessa frábæru skemmtun eru: Keilir, Kadeco, Víkurfréttir, Keflavíkurkirkja, Geysir bílaleiga, Nesfiskur, Samkaup, Sparisjóðurinn, Landsbankinn, ÍAV þjónusta, 10-11, Vífilfell, HS Veitur og svo nokkur sem ekki vilja láta nafns síns getið.

Markmiðið er að safna í Velferðarsjóð Suðurnesja enda þörfin aldrei jafn mikil og nú. Fyrirtækin vilja styðja þetta góða málefni en um leið bjóða börnum á Suðurnesjum á frábæra skemmtun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mynd: Fulltrúar aðstandenda barnaskemmtunarinnar ásamt lögreglunni sem ætlar að aðstoða við leitina að Andrési á laugardaginn.