Leitar að goðum og gyðjum
Listamaðurinn Reynir Katrínarson er þessa dagana að vinna að málverkum fyrir sýningu sem hann býst við að verði sett upp á næsta ári. Meginstef sýningarinnar eru goð og gyðjur og eru verkin afar stór og vönduð líkt og Reynis er von og vísa.
Hann segist hafa verið að vinna við myndirnar ansi lengi, en hann vantar fyrirsætur sem fyrirmyndir að gyðjunum og goðunum. „Mig vantar módel. Ég er að leita að fólki sem er kröftugt vexti því þannig voru goðin sjálf," segir Reynir og biður þá/þau sem áhuga hafa á að sitja fyrir að hafa samband við sig í síma 861-2004.
VF-mynd/Þorgils - Frá vinnustofu Reynis. Í baksýn sjást verkin sem hann hefur verið að vinna að.