Leitað að ungum tónlistarmönnum fyrir Ljósanótt 2010
Í tengslum við Ljósanótt 2010 verða haldnir unglingatónleikar í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 2. september nk. 88 Húsið skipuleggur tónleikana í samstarfi við Ljósanæturnefnd. Ungir tónlistarmenn eru hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 898-1394.