Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd
Prufurnar fara fram í Frumleikhúsinu hjá Leikfélagi Keflavíkur
Fimmtudagur 14. febrúar 2013 kl. 15:44

Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd

Prufur verða haldnar næstkomandi sunnudag, 17. febrúar,  í Frumleikhúsinu fyrir stuttmynd sem verður tekin upp meðal annars hér á Suðurnesjum á næstunni.

Leitað er af strákum á aldrinum 8-13 ára og standa prufurnar yfir frá kl. 13-18. Áhugasamir eru hvattir til að mæta enda hér gott tækifæri til að prófa sig áfram í leiklist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikstjóri myndarinnar er Trausti Hafliðason en hann er úr Reykjanesbæ. Frekari upplýsingar um prufurnar veitir Emil Morávek, framleiðandi í síma 691-6750 eða með að senda póst á [email protected].