Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leita að ellefu íbúum
Úr íbúð Kanans.
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 09:23

Leita að ellefu íbúum

- sem týndust við brotthvarf hersins.

„Við erum enn að reyna að finna út hverjir þessir ellefu voru sem skráðir eru í íbúaskrár eftir að herinn fór. Einhver taldi sig hafa fundið fjölskylduna þegar hann arkaði fram á uppábúna og mjög Kanalega íbúð á svæðinu. Enn það reyndist vera „íbúð Kanans“ sem er hluti af merku nýju sýningarverkefni sem er íbúð sem er gerð upp með húsgögnum, myndaalbúmum og heimilisbúnaði, eins og þar sé enn búið,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á íbúafundi í Holtaskóla í gær. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.

Árið 1990 voru tæplega 5000 íbúar á því svæði sem í dag heitir Ásbrú. Þetta voru hermenn og fjölskyldur þeirra á Varnarstöðinni í Keflavík. Þegar herinn hvarf á braut í lok árs 2006 voru íbúarnir um 2800 en töldust samtals 11 þegar herinn var allur á burt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á aðeins 7 árum hefur byggst upp tæplega 2000 manna byggð á Ásbrú. „Að öllum líkindum eitt stærsta skóla- og nýsköpunarþorp landsins. Langflestir eru skólanemar og fjölskyldur þeirra. Það má sannarlega segja að þar hafi tekist að smíða plógjárn úr sverðunum,“ sagði Árni ennfremur. 

Séð yfir Ásbrúarsvæðið.