Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:04

LEIKUM TIL SIGURS MEÐ GUÐMUND ÁRNA Í FORYSTU

Veturinn 1984-1985 vorum við handboltamenn í Njarðvík með þjálfara úr Hafnarfirði. Auk þess að þjálfa liðið, þá lék hann með okkur. Þessi maður heitir Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður. Ég man vel eftir þessum vetri fyrir fimmtán árum. Guðmundur Árni hafði þjálfað Sandgerðinga um nokkurra ára skeið, áður en hann kom í Njarðvíkina og þar áður hafði hann verið margfaldur meistari með FH-ingum í handboltanum. Ég þekkti Guðmund Árna lítið né nokkur hinna strákanna. En á örskömmum tíma náði hann góðu sambandi við okkur; hann var harður þjálfari sem hafði kunnáttu í handbolta, en var líka skemmtilegur og góður félagi um leið. Hann stjórnaði öllu innan vallar sem utan, en leyfði samt okkur strákunum að njóta sín til fulls. Hann gerði miklar kröfur til okkar - en mestar til sjálfs sín. Hann vildi vinna hvern leik og gafst ekki upp fyrr en flautað var til leiksloka. Síðar hef ég kynnst Guðmundi Árna vel í gegnum pólitíkina og góðan vinskap. Og þar er hann eins og í handboltanum í gamla daga. Alltaf hreinn og beinn. Því skora á á Suðurnesjamenn að styðja hann í 1.sæti listans í prófkjörinu 5.og 6.febrúar næstkomandi. Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og íþróttaáhugamaður
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024